* RÓBERT Gunnarsson er sem fyrr langmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert hefur skorað 147 mörk í 15 leikjum Århus GF á leiktíðinni eða að meðaltali 9,8 mörk í leik.

* RÓBERT Gunnarsson er sem fyrr langmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert hefur skorað 147 mörk í 15 leikjum Århus GF á leiktíðinni eða að meðaltali 9,8 mörk í leik. Íslendingurinn Hans Lindberg , sem er með danskt ríkisfang, er í öðru sæti með 113 mörk fyrir Team Helsinge , og Anders Eggert , GOG , er þriðji með 111 mörk.

* HRAFNHILDUR Skúladóttir og félagar í danska liðinu SK Århus gerðu jafntefli, 27:27, við Podravka Vegeta frá Króatíu í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik á heimavelli í fyrrakvöld. Hrafnhildur skoraði 5 mörk í leiknum en SK Århus nýtti ekki góð tækifæri til að vinna nokkurra marka sigur og á því erfitt verkefni fyrir höndum í seinni leiknum í Króatíu .

* VITARAL Jelfa, mótherji Stjörnunnar í Áskorendabikar Evrópu um næstu helgi, gerði jafntefli, 30:30. við Pogon Zory á heimavelli í pólsku 1. deildinni í handknattleik kvenna á laugardaginn. Agata Wypych , markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði mest fyrir Vitaral að vanda, 8 mörk, Magdalena Mlot gerði 7 og Katarzyna Duran 6.

* VITARAL , sem er í þriðja sæti, missti þarna óvænt stig því Pogon er næstneðst í deildinni. Start Elblag er efst með 32 stig, Lublin er með 29 og Vitaral Jelfa 25 stig.

*ALEN Marcina, kanadíski knattspyrnumaðurnn sem lék með Skagamönnum framan af síðasta tímabili, er genginn til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Herfölge. Marcina náði sér ekki á strik með ÍA og skoraði eitt mark í fjórum leikjum í úrvalsdeildinni og fór á miðju sumri. Hann fékk ekki tækifæri hjá PAOK Saloniki í Grikklandi , þar sem hann var um skeið og lék síðan með Schweinfurt í þýsku 4. deildinni í vetur.

* MARCINA samdi við Herfölge út þetta tímabil. Herfölge er neðst í úrvalsdeildinni þegar 18 umferðum af 33 er lokið en keppni hefst á ný eftir vetrarfríið hinn 13. mars.

* ARSENE Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal , segist staðráðinn í að halda Ashley Cole í röðum félagsins þrátt fyrir sögur um að Chelsea sé að reyna að lokka hann til sín. " Við getum ekki keppt við þá, þeir geta alltaf yfirboðið okkur, en Cole hefur það mjög gott hjá okkur og ég vona að hollustan vegi þyngra en meiri peningar. Í svona stöðu reynir á innri styrk félagsins," sagði Wenger.