MEST hlutfallsleg aukning varð í flugi til Íslands frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn á árinu 2004. Aukningin var 23,8% milli áranna 2003 og 2004, en 76.790 fleiri farþegar flugu þessa leið í fyrra en árið áður.

MEST hlutfallsleg aukning varð í flugi til Íslands frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn á árinu 2004. Aukningin var 23,8% milli áranna 2003 og 2004, en 76.790 fleiri farþegar flugu þessa leið í fyrra en árið áður. Frá þessu er greint á norska vefmiðlinum boarding.no.

Þar kemur einnig fram að 64.600 fleiri farþegar flugu milli Kastrup og Óslóar á árinu 2004 en árið áður, sem er 3,1% aukning. Aukningin var 2,8% milli Kastrup og Stokkhólms, eða 50.525 fleiri farþegar, og 2,2%, eða 14.485 fleiri farþegar, milli Kastrup og Finnlands.