ÞEGAR Sigsteinn var á þriðja ári var vinnukona á bænum Tungu þar sem hann ólst upp sem hét Björg. Sigsteinn hélt mikið upp á Björgu sem dvaldi í Tungu í tvö ár áður en hún ákvað að færa sig um set og fluttist til Eskifjarðar.

ÞEGAR Sigsteinn var á þriðja ári var vinnukona á bænum Tungu þar sem hann ólst upp sem hét Björg. Sigsteinn hélt mikið upp á Björgu sem dvaldi í Tungu í tvö ár áður en hún ákvað að færa sig um set og fluttist til Eskifjarðar. "Áður en hún kom að Tungu var hún vinnukona á næsta bæ sem hét Gestsstaðir," rifjar Sigsteinn upp. "Þegar ég verð var við að hún er að fara forvitnaðist ég um það hjá henni hvert hún væri að fara og hún svaraði því til að hún væri að fara út í veröldina."

Skömmu síðar fór Björg út að Gestsstöðum í heimsókn og fékk Sigsteinn að fara með henni. Þurfti að vaða yfir á til að komast þangað sem hefur verið heilmikið ferðalag fyrir tveggja ára dreng. Þegar þau Björg eru að koma að Gestsstöðum á Sigsteinn að hafa sagt: "Og er þetta nú veröldin?"

"Nú er veröldin mikið breytt," segir Sigsteinn, nú tæpri öld síðar.