Ólafur Tryggvi Magnússon og sr. Sigurður Árni Þórðarson ræða málin yfir hádegisverði.
Ólafur Tryggvi Magnússon og sr. Sigurður Árni Þórðarson ræða málin yfir hádegisverði. — Morgunblaðið/Þorkell
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
"Kaffið hérna er sérlega gott," segir Ólafur Tryggvi Magnússon en hann er einn þeirra sem líta reglulega inn á kaffihúsinu í Neskirkju. Hann segir þægilegt að hafa kaffihús í Vesturbænum.

"Kaffið hérna er sérlega gott," segir Ólafur Tryggvi Magnússon en hann er einn þeirra sem líta reglulega inn á kaffihúsinu í Neskirkju. Hann segir þægilegt að hafa kaffihús í Vesturbænum. "Ég vinn hérna í nágrenninu og bý í hverfinu svo mér þykir gott að geta komið hérna við."

Guðrún Þorsteinsdóttir tekur í sama streng en hún hefur lengi verið virk í safnaðarstarfinu. Guðrún segist hin ánægðasta með kaffihúsið og í raun allt safnaðarstarfið. "Kirkjusókn hefur aukist þónokkuð," segir hún rétt áður en hún bregður sér frá til að spjalla við aðra kirkjugesti.