FARSÓTTAFRÉTTIR, nýtt fréttabréf á vegum sóttvarnalæknis, hefur hafið göngu sína hjá Landlæknisembættinu. Hægt er að nálgast fréttabréfið, sem framvegis kemur út einu sinni í mánuði á íslensku og ensku, á heimasíðu Landlæknisembættisins,...

FARSÓTTAFRÉTTIR, nýtt fréttabréf á vegum sóttvarnalæknis, hefur hafið göngu sína hjá Landlæknisembættinu. Hægt er að nálgast fréttabréfið, sem framvegis kemur út einu sinni í mánuði á íslensku og ensku, á heimasíðu Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is.

Fram kemur að ástæðan fyrir ensku útgáfunni sé sú að mikið er spurt á erlendum vettvangi um atburði líðandi stundar er varða farsóttir og smitsjúkdóma. Sóttvarnir séu í eðli sínu alþjóðlegar. Eftir sem áður muni fréttir, tilkynningar, tilmæli og fyrirmæli frá embættinu birtast á vef Landlæknisembættisins, eftir því sem tilefni er til.

Ritstjóri Farsóttafrétta er Jónína Margrét Guðnadóttir.