CESAR Arnar Sanches, íslenski hermaðurinn sem særðist í Írak, er kominn til Bandaríkjanna og liggur á sjúkrahúsi bandaríska flotans í Washington DC, samkvæmt upplýsingum frá móður hans, Örnu Báru Arnarsdóttur.

CESAR Arnar Sanches, íslenski hermaðurinn sem særðist í Írak, er kominn til Bandaríkjanna og liggur á sjúkrahúsi bandaríska flotans í Washington DC, samkvæmt upplýsingum frá móður hans, Örnu Báru Arnarsdóttur.

Cesar Arnar slasaðist mikið þegar gerð var flugskeytaárás á hersveit hans 9. febrúar sl. Hann missti m.a. sjón á vinstra auga og slasaðist alvarlega á vinstri fæti.