VINNUMIÐLUN ungs fólks (VUF) opnar fyrir móttöku umsókna um sumarstörf hjá stofnunum Reykjavíkurborgar í dag, 15. febrúar. Þeir sem eru fæddir 1988 eða fyrr og eru með lögheimili í Reykjavík geta sótt um hjá VUF.

VINNUMIÐLUN ungs fólks (VUF) opnar fyrir móttöku umsókna um sumarstörf hjá stofnunum Reykjavíkurborgar í dag, 15. febrúar. Þeir sem eru fæddir 1988 eða fyrr og eru með lögheimili í Reykjavík geta sótt um hjá VUF.

Einungis er hægt að sækja um rafrænt á vefsíðunni www.vuf.is. Í húsnæði Vinnumiðlunarinnar að Pósthússtræti 3-5 eru nettengdar tölvur til afnota ef með þarf. Starfsfólk Vinnumiðlunar er einnig boðið og búið til að aðstoða þá umsækjendur sem þess óska.

Tekið er á móti umsóknum til 30. apríl. Athygli er vakin á því að umsóknartími og aldurstakmark er breytilegt eftir störfum.

Vinnumiðlun ungs fólks er til húsaá fyrstu hæð Hins hússins, Pósthússtræti 3-5, netfangið er vuf@vuf.is og síminn er 520 4600.