Jón Ari Helgason
Jón Ari Helgason
Hönnunarverðlaun FÍT voru afhent að viðstöddu fjölmenni í Hafnarhúsinu á föstudag. Þar komu grafískir hönnuðir saman og veittu því sem þótti hafa skarað fram úr á sviði grafískrar hönnunar á síðasta ári verðlaun og viðurkenningar.

Hönnunarverðlaun FÍT voru afhent að viðstöddu fjölmenni í Hafnarhúsinu á föstudag. Þar komu grafískir hönnuðir saman og veittu því sem þótti hafa skarað fram úr á sviði grafískrar hönnunar á síðasta ári verðlaun og viðurkenningar.

Verðlaun voru veitt í átta flokkum, var Jón Ari Helgason, hönnuður hjá Fíton auglýsingastofu, hlutskarpastur í ár, en hann vann til alls fimm verðlauna.

Eftirfarandi hlutu verðlaun og viðurkenningar:

Bókakápur / Bókahönnun: Sigrún Sigvaldadóttir fyrir "Múrinn í Kína"

Bréfagögn: Jeff Ramsey og Dóra Ísleifsdóttir fyrir bréfagögn Nordisk Panorama og Jón Ari Helgason fyrir bréfagögn "EGO".

Umbúðir: Kristján Þór Árnason fyrir "Sól appelsínusafa".

Plötuumslög: Aðalgeir Arnar Jónsson fyrir "Mugimama is this monkey music?".

Prentað kynningarefni: Hildur Helgadóttir Zoëga fyrir ársskýrslu Baugs Group 2003 og Tómas Tómasson fyrir ársskýrslu Bakkavarar.

Myndskreytingar: Jón Ari Helgason fyrir "Talað frá hjartanu" Hany Hadaya fyrir "jólafrímerki" og Örn Smári Gíslason fyrir frímerkið "Síldarsöltun í 100 ár".

Veggspjöld: Einar Gylfason fyrir "FÍT plakat" og Jón Ari Helgason og Björn Jónsson fyrir veggspjald Þjóðminjasafnsins "Merkilegir hlutir". Þá fékk Jón Ari Helgason fyrir "Hjálparvana, svartnætti og vonleysi".

Vöru- og firmamerki: Jón Ari Helgason fyrir "EGO". Ámundi Sigurðsson fyrir "Transforme" og Stefán Einarsson fyrir merki Skáldsagnaklúbbsins.