* FEYENOORD er á mikilli siglingu í hollensku knattspyrnunni en liðið hefur skorað 14 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum.

* FEYENOORD er á mikilli siglingu í hollensku knattspyrnunni en liðið hefur skorað 14 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum. Um helgina sigraði Feyenoord lið Willem II 7:0 en fyrir viku skoraði Feyenoord einnig 7 mörk í leik gegn Graafschap sem endaði 7:2. Ruud Gullit þjálfari liðsins hefur greinilega lagað sóknarleikinn því liðið hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur deildarleikjum áður en liðið skoraði 7 mörk gegn Graafschap .

* JENS Nowotny, fyrirliði Bayer Leverkusen, hefur trú á því að Bayer náði að skella Liverpool í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum í meistaradeild Evrópu. Liðin mætast fyrst á Anfield í Liverpool 22. febrúar. Þegar liðin mættust 2002 í 8-liða úrslitum, vann Bayer samanlagt 4:3. "Við erum taldir sigurstranglegri núna og við erum ákveðnir að komast lenga í keppninni," sagði Nowotny.

*

FABIO Capello, þjálfari Juventus, segir að Real Madrid verði erfitt viðureignar þegar Juventus mætir Real í 16-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. "Barátta liðanna verður stórorrusta sextán liða úrslitanna," sagði Capello, sem var þjálfari Real þegar liðið varð Spánarmeistari 1997. "Ef við ætlum okkur að leggja Real að velli, þá þurfa leikmenn mínir að gefa allt í leikina sem þeir eiga,"

* CAPELLO sagði að leikur Real hafi tekið miklum breytingum síðan

Wanderley Luxemburgo tók við þjálfun liðsins. "Leikmenn halda knettinum betur og hann gengur hratt á milli manna. Þá er varnarleikur Real sterkari og heppnin er komin í herbúðir liðsins - meistaraheppnin," sagði Capello.

*

ALESSANDRO Del Piero, leikstjórnandi Juventus, segir að hann sé ánægður með gang mála hjá liðinu, en orðrómur hefur verið uppi um að hann hafi ekki verið ánægður með Capello. "Það er búið að halda ýmsu fram um samskipti okkar Capello, sem er ekki rétt og satt. Ég er ánægður hjá Juventus og við leikmennirnir og þjálfarinn ætlum okkur stóra hluti í vetur."

* ÞEGAR Real Madrid lagði Osasuna að velli á sunnudaginn, 2:1, fagnaði þjálfarinn Vanderlei Luxemburgo nýju meti hjá Real Madrid - sjö sigrum í röð í 1. deild síðan hann tók við þjálfun Real í desember. Þar með sló hann met Luis Carniglia, sem tók við þjálfun hjá Real fyrir keppnistímabilið 1958-59. Real vann þá sex fyrstu leikina undir stjórn Carniglia.

*

FRANSKA liðið París St Germain hefur óskað eftir því við Gerard Houllier, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool, að hann taki við þjálfun liðsins. Liðið varð franskur meistari undir hans stjórn 1986.