xxx
xxx — Morgunblaðið/Golli
SÆNSKA sendiráðið á Íslandi stóð fyrir móttöku á föstudaginn fyrir Íslendinga sem aðstoðuðu við að koma Svíum frá flóðasvæðunum á Taílandi.

SÆNSKA sendiráðið á Íslandi stóð fyrir móttöku á föstudaginn fyrir Íslendinga sem aðstoðuðu við að koma Svíum frá flóðasvæðunum á Taílandi. Sem kunnugt er þáðu sænsk stjórnvöld boð íslenskra stjórnvalda um að senda flugvél með íslensku heilbrigðisstarfsfólki til Taílands til að ná í Svía sem lifað höfðu af hörmungarnar í Taílandi. Um var að ræða slasað fólk og fólk sem misst hafði ættingja í flóðunum.

Í sendiráðinu var m.a. boðið upp á köku með áletruninni. "Takk fyrir hjálpina".

Bertil Jobeus, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, hefur áður komið á framfæri þökkum til íslensku þjóðarinnar fyrir þá hjálp sem Íslendingar veittu frændum sínum.