ÁFORMAÐ er að opna aftur verslun Nóatúns við Hringbraut í vesturbænum í Reykjavík í næsta mánuði, fyrir páska, en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir, að sögn Sigurðar Markússonar, rekstrarstjóra Nóatúnsverslananna.

ÁFORMAÐ er að opna aftur verslun Nóatúns við Hringbraut í vesturbænum í Reykjavík í næsta mánuði, fyrir páska, en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir, að sögn Sigurðar Markússonar, rekstrarstjóra Nóatúnsverslananna.

Verslunin skemmdist í bruna nokkru fyrir jólin og hefur verið unnið að endurbótum síðan.

"Staðreyndin er sú að það var meira af skemmdum en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi, það þurfti að hanna allar lagnir alveg upp á nýtt," segir hann, og að verslunin verði um leið betrumbætt og endurnýjuð frá grunni. "Allt er þetta að taka sinn tíma," segir Sigurður, en bendir á að unnið sé í versluninni nótt sem nýtan dag. Innréttingar og tæki í nýju verslunina séu þegar komin til landsins.