Nöfn féllu niður í formála Í formála minningargreina um Gyðu Guðnadóttur á blaðsíðu 23 í Morgunblaðinu í gær, mánudaginn 14. febrúar, féll niður vegna mistaka í vinnslu lokakaflinn með nöfnum tveggja barna hennar. Þau eru: 6) Guðni, f. 30.1.

Nöfn féllu niður í formála

Í formála minningargreina um Gyðu Guðnadóttur á blaðsíðu 23 í Morgunblaðinu í gær, mánudaginn 14. febrúar, féll niður vegna mistaka í vinnslu lokakaflinn með nöfnum tveggja barna hennar. Þau eru: 6) Guðni, f. 30.1. 1961; og 7) Rósa Þórey, f. 9.7. 1964. Sonur hennar er Jökull Logi Arnarson, f. 23.6. 1992. Rósa og Jökull hafa búið með Gyðu undanfarin ár. Barnabörnin eru orðin 18 og barnabarnabörnin fjögur.

Húsmæðraskólamenntunin nýttist Gyðu vel í rekstri stórs heimilis. Þau Elías og Gyða bjuggu í nokkur ár á Rauðalæk í Holtum og síðar á Hellu á Rangárvöllum. Síðustu árin bjuggu þau á Stokkseyri.

Gyða var jarðsungin frá Langholtskirkju 14. febrúar.

Hlutaðeigendur eru beðnir innilega afsökunar á þessum mistökum.