HLUTHAFAR í Somerfield hefðu ástæðu til þess að fagna ef gengið yrði að skilyrtu yfirtökutilboði Baugs Group í keðjuna upp á 190 pens á hlut enda höfnuðu þeir tilboði upp á 103 pens á hlutinn fyrir minna en tveimur árum.

HLUTHAFAR í Somerfield hefðu ástæðu til þess að fagna ef gengið yrði að skilyrtu yfirtökutilboði Baugs Group í keðjuna upp á 190 pens á hlut enda höfnuðu þeir tilboði upp á 103 pens á hlutinn fyrir minna en tveimur árum.

Þetta kemur fram í frétt í dálknum Breaking News í Evrópuútgáfu The Wall Street Journal en sá dálkur nýtur mikillar virðingar sem annar helsti umsagnaraðili í dagblöðum sem gefin eru út á ensku í Evrópu.

Í fréttinni er bent á að fyrir tilboð Baugs Group, þegar gengið var 154 pens, hafi sérfræðingar talið að bréfin í Somerfield væru ofmetin um 20%. Þá segir að verslunarkeðjan sé ekki sérstaklega áhugaverður kostur og að rekstur úr sér genginna verslana Somerfield sé mjög erfiður vegna framsóknar stóru keðjanna eins og til að mynda Tesco og Sainsbury.

Því velta dálkahöfundarnir upp þeirri spurningu hvers vegna Baugur Group sé reiðubúinn að greiða svo hátt verð fyrir Somerfield eða 1,74 milljónir evra, jafngildi nálega 141 milljarðs íslenskra króna, þegar engir aðrir fjárfestar virðast vera um hituna. Minnt er á að tilboð Baugs sé sjö sinnum hærra en EBIDTA-hagnaður (hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) ársins og 13,3 sinnum hærra en arður á hlut.

Dálkahöfundarnir segja að skýringin á miklum áhuga og háu tilboði Baugs í Somerfield kunni að vera sú að rekstur Big Food, sem Baugur Group hafi keypt, sé í mesta ólestri og eina leiðin til þess að snúa honum við sé að sameina Big Food Somerfield.