ALLS er 31% fulltrúa á íraska þinginu konur en til samanburðar má nefna að 30,2% þingmanna á Alþingi Íslendinga eru konur. Þá kom fram í fyrra að meðaltal kvenna í þjóðþingum aðildarríkja Evrópuráðsins er 18,4%.

ALLS er 31% fulltrúa á íraska þinginu konur en til samanburðar má nefna að 30,2% þingmanna á Alþingi Íslendinga eru konur. Þá kom fram í fyrra að meðaltal kvenna í þjóðþingum aðildarríkja Evrópuráðsins er 18,4%.

Á vefsetri alþjóðaþingmannasambandsins, www.ipu.org, kemur raunar fram að hlutfall kvenna er aðeins hærra á þjóðþingum tólf ríkja en efst á þeim lista trónir Rúanda með 48,8%, síðan kemur Svíþjóð með 45,3% og 38% danskra þingmanna voru konur fyrir nýafstaðnar kosningar. Þá er hlutfall kvenna hærra í Finnlandi, Hollandi, Noregi, á Kúbu, Spáni, Costa Rica, í Belgíu, Austurríki, Argentínu, Þýskalandi og Suður-Afríku.

Nágrannaríki Íraks eru ekki ofarlega á blaði, 12% þingmanna á sýrlenska þinginu eru konur, 5,5% á því jórdanska, 4,4% á því tyrkneska, 3,1% á því íranska og 2,4% þingmanna á þjóðþingi Egyptalands eru konur.