Phil Mickelson
Phil Mickelson — Reuters
PHIL Mickelson sigraði á Pebble Beach-mótinu á bandarísku mótaröðinni sem lauk aðfaranótt mánudags en hann náði efsta sætinu á fyrsta keppnisdegi og var á þeim stað alla fjóra keppnisdagana.

PHIL Mickelson sigraði á Pebble Beach-mótinu á bandarísku mótaröðinni sem lauk aðfaranótt mánudags en hann náði efsta sætinu á fyrsta keppnisdegi og var á þeim stað alla fjóra keppnisdagana. Þetta er í fyrsta skipti í 68 ára sögu mótsins þar sem sigurvegarinn hefur verið í efsta sæti alla keppnisdagana. Þetta er annað mótið í röð sem Mickelson vinnur á PGA-mótaröðinni en um sl. helgi sigraði hann á Phoenix-mótinu, en hann hefur nú sigrað á 25 PGA-mótum á ferli sínum. Mickelson var samtals á 19 undir pari en leikið var á þremur mismunandi völlum á mótinu en annar varð Kanadamaðurinn Mike Weir þremur höggum á eftir Mickelson en Greg Owen varð þriðji á 13 undir pari.

Fyrir lokadaginn var Mickelson með 7 högg í forskot á næstu menn og var lokahringurinn því auðveldur en hann lék á einu höggi yfir pari á síðasta keppnisdeginum. "Þetta var undarleg tilfinning að vera ekki með fiðring í maganum fyrir lokadaginn, það var ekkert sem truflaði mig og ég skemmti mér vel á hringnum," sagði Mickelson sem náði ekki að bæta mótsmetið sem er í eigu Mark O'Meara, 268 högg, eða 20 undir pari.

Fyrir sigurinn fékk Mickelson um 60 millj. kr., og er hann efstur á peningalista PGA með rúmlega 120 millj. í heildarverðlaunafé.

Greg Owen frá Bandaríkjunum er nýliði á mótaröðinni en hann er Englendingur en hann fékk um 23 millj. kr. fyrir þriðja sætið.

Vijay Singh efsti maður heimslistans lék þrívegis á 73 höggum á mótinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi.