— Morgunblaðið/Golli
Loftkastalinn | "Komin til að sjá og sigra" nefnist leikrit sem Thalía, leikfélag Menntaskólans við Sund, frumsýnir í kvöld kl. 20. Hér er um að ræða söngleik sem byggist á hinni sígildu kvikmynd Stuðmanna "Með allt á hreinu".

Loftkastalinn | "Komin til að sjá og sigra" nefnist leikrit sem Thalía, leikfélag Menntaskólans við Sund, frumsýnir í kvöld kl. 20.

Hér er um að ræða söngleik sem byggist á hinni sígildu kvikmynd Stuðmanna "Með allt á hreinu". Hinir ungu leikarar sungu og dönsuðu af mikilli innlifan þegar ljósmyndari leit við í Loftkastalanum á dögunum.