Pinetop Perkins (þriðji frá vinstri) á Íslandi ásamt Chicago Beau og Vinum Dóra.
Pinetop Perkins (þriðji frá vinstri) á Íslandi ásamt Chicago Beau og Vinum Dóra.
MEÐAL þeirra allmörgu sem heiðraðir voru fyrir æviframlag sitt til tónlistarinnar á Grammy-verðlaunahátíðinni í ár var hinn 91 árs gamli Pinetop Perkins, einn fremsti píanisti gervallrar blússögunnar sem m.a. lék á sínum tíma með Muddy Waters.

MEÐAL þeirra allmörgu sem heiðraðir voru fyrir æviframlag sitt til tónlistarinnar á Grammy-verðlaunahátíðinni í ár var hinn 91 árs gamli Pinetop Perkins, einn fremsti píanisti gervallrar blússögunnar sem m.a. lék á sínum tíma með Muddy Waters.

Perkins er íslenskum blúsunnendum að góðu kunnur því hann kom reglulega hingað til tónleikahalds fyrir góðum áratug síðan, fyrir tilstuðlan Halldórs Björnssonar, og lék þá jafnan með hljómsveit hans Vinum Dóra, gjarnan á blússtaðnum fornfræga en skammlífa, Púlsinum við Vitastíg.

Fór það vel á með þeim Perkins og Vinum Dóra að ákveðið var að hljóðrita eina af tónleikunum þar sem þeir léku saman og gefa út. Platan kom út árið 1992 og heitir Pinetop Perkins and the Blue ice band , en það kölluðu Dóri og félagar sig á erlendri grundu. Hefur sú plata vakið talsverða athygli í blúsheiminum og fréttist af því árið 1999 að ólögleg útgáfa af plötunni, sem hét "Got my Mojo working" gengi kaupum og sölum á Netinu.

Þegar haldið var upp á áttræðisafmæli Perkins á Chicago Blues Festival árið 1993 þá var Vinum Dóra boðið að koma þar fram og tóku þeir þar m.a. lagið með Perkins.