MAGNÚS Þorsteinsson er ekki lengur í æfingahópi úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, en það var Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, sem tók ákvörðun um að setja leikmanninn út úr hópnum.

MAGNÚS Þorsteinsson er ekki lengur í æfingahópi úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu, en það var Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, sem tók ákvörðun um að setja leikmanninn út úr hópnum. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í gær við Morgunblaðið að Guðjón nyti stuðnings stjórnarinnar í þessu máli.

"Það er leikmaðurinn sem fer ekki eftir þeim reglum sem þjálfarinn hefur sett liðinu. Ef menn standa sig ekki og gera ekki það sem þjálfarinn óskar eftir að þeir geri þá hafa þeir ekkert að gera í okkar liði. Ég veit ekki hvort Magnús fær tækifæri á ný en þetta er mál sem þjálfarinn og leikmaðurinn munu fjalla um. Guðjón hefur sett reglur sem menn verða að fara eftir og ef þeir gera það ekki taka þeir afleiðingunum," sagði Rúnar.