JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska liðinu Dynamo St.Petersburg mætir CEZ Nymburk frá Tékklandi í 16-liða úrslitum í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik.

JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska liðinu Dynamo St.Petersburg mætir CEZ Nymburk frá Tékklandi í 16-liða úrslitum í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Dynamo-liðið lagði alla andstæðinga sína í riðlakeppninni og varð efst í sínum riðli en Nymburg hafnaði í fjórða sæti í sínum riðli. Liðið vann 6 leiki en tapaði fimm. Með liðinu leikur Jiri Zidek sem lék í nokkur ár með Charlotte í NBA-deildinni og þá varð hann Evrópumeistari með Zalgiris Kaunas frá Litháen fyrir sex árum.

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í 8-liða úrslitin. Fyrri leikurinn verður í Pétursborg 22. febrúar og síðari leikurinn í Tékklandi þremur dögum síðar. Komi til oddaleiks fer hann fram á heimavelli Dynamo.

Jón Arnór skoraði 12,3 stig að meðaltali í þeim tólf leikjum sem hann lék með Dynamo í riðlakeppni Evrópukeppninnar. Hann skoraði mest 17 stig á móti gríska liðinu Iraklis.