Sue Johnston leikur Grace Foley.
Sue Johnston leikur Grace Foley.
NÝ ÞÁTTARÖÐ af sakamálaþáttunum Dauðir rísa ( Waking the Dead ) hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Þar segir frá Peter Boyd og félögum hans í sérstakri deild lögreglunnar sem rannsakar eldri mál sem aldrei hafa verið upplýst.
NÝ ÞÁTTARÖÐ af sakamálaþáttunum Dauðir rísa ( Waking the Dead ) hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Þar segir frá Peter Boyd og félögum hans í sérstakri deild lögreglunnar sem rannsakar eldri mál sem aldrei hafa verið upplýst. Við það beita Boyd og samstarfsfólk hans nútímaaðferðum og nýjustu tækni sem ekki var komin til sögunnar þegar málin voru upphaflega rannsökuð. Þættirnir í þessari nýju syrpu eru átta og standa saman tveir og tveir. Þeir voru gríðarlega vinsælir þegar þeir voru sýndir í Englandi og hlutu nýlega alþjóðlegu Emmy-verðlaunin sem besti leikni sjónvarpsþátturinn. Aðalhlutverk leika Trevor Eve, Sue Johnston, Claire Goose, Holly Aird og Wil Johnson.