AÐ venju gefur Morgunblaðið út stórt og glæsilegt fermingarblað og í ár kemur blaðið út 5. mars. Í því er ætlunin að birta gamlar og nýrri myndir úr fermingarveislum og gefa þannig innsýn í sögu íslenskra fermingarveislna.
Af því tilefni leitar Morgunblaðið til lesenda sinna um aðstoð við að finna sem skemmtilegastar myndir. Þeir sem eiga í fórum sínum góðar myndir úr fermingarveislum eru beðnir að senda þær blaðinu.
Senda þarf myndirnar ásamt upplýsingum um eiganda og fólkið á myndunum, auk annarra nauðsynlegra skýringa. Allar myndir verða endursendar. Utanáskriftin er:
Morgunblaðið
Fermingarmyndir
Kringlunni 1
103 Reykjavík
Einnig má senda þær umsjónarmanni fermingarblaðsins, Hildi Loftsdóttur, á netfangið hilo@mbl.is eða í síma 569-1100.