UMHVERFISSTOFNUN hefur heimilað Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. að bæta B-vítamínum í drykkinn Kristal Plús.

UMHVERFISSTOFNUN hefur heimilað Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. að bæta B-vítamínum í drykkinn Kristal Plús.

Í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni segir að með því að leyfa bætiefni í Kristal Plús hafi Umhverfisstofnun tekið undir þau sjónarmið Ölgerðarinnar að auka megi neyslu B-vítamína með neyslu kolsýrðs bætiefnaríks vatns.

"Við þróun á Kristal Plús hefur Ölgerðin byggt á niðurstöðum rannsókna um mataræði Íslendinga sem sýnir að neysla B-vítamína, sérstaklega fólasíns, þykir ekki nægjanleg," segir þar.

Stofnunin setur hins vegar þau skilyrði að Ölgerðin merki umbúðirnar þannig að fram komi að drykkurinn sé ekki æskilegur fyrir börn allt að sjö ára aldri. Ætlar Ölgerðin að lúta þessum skilyrðum en mun jafnframt láta kanna lagalega stoð þeirra frekar.