Laugarvatn | Bláskógabyggð hefur fest kaup á húsnæði útibús KB banka á Laugarvatni en útibúinu var lokað um áramót. Húsið verður notað til að mæta aukinni þörf byggingar- og skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu fyrir húspláss.

Laugarvatn | Bláskógabyggð hefur fest kaup á húsnæði útibús KB banka á Laugarvatni en útibúinu var lokað um áramót. Húsið verður notað til að mæta aukinni þörf byggingar- og skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu fyrir húspláss.

Hús KB banka er sambyggt húsi sem Bláskógabyggð á og hýsir embætti bygginga- og skipulagsfulltrúa héraðsins. Starfsemi á vegum þess embættis hefur aukist mjög á síðustu árum og talin þörf á auknu húsplássi.

Eftir að KB banki lokaði útibúi sínu gerði sveitarfélagið tilboð í húsið og lyktaði samningum með því að það var selt sveitarfélaginu fyrir fjórar milljónir kr. Kaupin eru fjármögnuð með því sem sveitarstjórn telur hagstætt lán til tólf ára.

KB banki hefur lýst því yfir að hann muni áfram reka hraðbanka á Laugarvatni. Póstafgreiðslan sem var komin í útibú bankans var flutt í verslunina.