GISTINÆTUR á hótelum í desember voru 7,7% fleiri á síðasta ári en á sama tíma árið 2003, og er umtalsverð aukning í öllum landshlutum nema höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjöldi gistinátta jókst þó um rúmt 1%, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

GISTINÆTUR á hótelum í desember voru 7,7% fleiri á síðasta ári en á sama tíma árið 2003, og er umtalsverð aukning í öllum landshlutum nema höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjöldi gistinátta jókst þó um rúmt 1%, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Gistinætur á hótelum voru samtals 37.390 í desember sl., en voru 34.720 árið 2003. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 80%, í 2.360. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fóru gistinæturnar í 3.030, sem er aukning um rúm 38%. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 26% í 970. Á Norðurlandi átti sér stað aukning um rúm 16%, og voru gistinæturnar í desember 1.340. Á höfuðborgarsvæðinu varð hækkunin rétt um 1%, gistinætur voru 29.690 í fyrra, en voru 29.300 árið 2003.