Flúðir | Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt að kanna möguleika á því að setja upp sjálfvirka veðurathugunarstöð á Flúðum. "Það er alkunna að veðursæld hér er einstök og segja vísir menn að hitastig hafi komist upp í 32,5°C sl. sumar.
Flúðir | Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt að kanna möguleika á því að setja upp sjálfvirka veðurathugunarstöð á Flúðum. "Það er alkunna að veðursæld hér er einstök og segja vísir menn að hitastig hafi komist upp í 32,5°C sl. sumar. Þetta er í rauninni nægjanleg ástæða til þess að koma hér upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð. Slík stöð getur haft mikil áhrif á ferðamennsku hér í hreppnum," segir í Pésanum, fréttabréfi Hrunamannahrepps.