Inga Jóna hellir upp á kaffi.
Inga Jóna hellir upp á kaffi. — Morgunblaðið/Þorkell
"ÉG vissi ekki að það væri svona mikil pæling á bak við kaffi," segir Inga Jóna Halldórsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Neskirkju.

"ÉG vissi ekki að það væri svona mikil pæling á bak við kaffi," segir Inga Jóna Halldórsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Neskirkju. Enn sem komið er hefur ekki verið ráðinn starfsmaður á kaffihúsið en Inga Jóna hleypur með glöðu geði í skarðið. "Við fengum þjálfun frá Kaffitári en þetta er mjög skemmtilegt. Það er eiginlega ekkert gaman að hella upp á heima hjá sér lengur," segir Inga Jóna brosandi.

Kaffið í Neskirkju er keypt frá Súmötru á Indónesíu og er svonefnt sanngirniskaffi (fair trade). Það þýðir að færri milliliðir eru frá kaffibaunabóndanum og til neytandans hér á Íslandi svo bóndinn fær meira í sinn hlut en annars.

Inga Jóna segir starf sitt vera líflegt og er ánægð með stemninguna í kirkjunni. "Hingað koma alls kyns hópar. Hér fyrir utan er nóg af stæðum og aðgengi er gott svo þetta er ákjósanlegur staður fyrir samkomur," segir Inga Jóna.