11. febrúar 1993 | Viðskiptablað | 295 orð

Lánastofnanir Upplýsingar um lántökukostnað einfaldaðar Búist við að frumvarp

Lánastofnanir Upplýsingar um lántökukostnað einfaldaðar Búist við að frumvarp um neytendalán nái fram að ganga á vorþingi VIÐSKIPTA- og efnahagsnefnd Alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um neytendalán þar sem tilgangurinn er m.a. að bæta...

Lánastofnanir Upplýsingar um lántökukostnað einfaldaðar Búist við að frumvarp um neytendalán nái fram að ganga á vorþingi

VIÐSKIPTA- og efnahagsnefnd Alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um neytendalán þar sem tilgangurinn er m.a. að bæta möguleika lántakenda til að bera saman mismunandi tilboð lánveitenda. Í frumvarpinu er ákvæði þess efnis að lánveitandi eigi að upplýsa lántakanda um heildarlántökukostnað sem árlega prósentu af upphæð höfuðstóls. Alþingi hefur vísað frumvarpinu til efnahagsog viðskiptanefndar og er reiknað með að það nái fram að ganga á vorþingi.

Frumvarpið um neytendalán tekur nær til lánssamninga sem gerðir eru við lántakanda í atvinnuskyni af hálfu verslana, framleiðanda og þjónustuaðila. Hér á landi eru ekki í gildi almenn lög um lánsviðskipti eða afborgunarkaup. Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er gert ráð fyrir aðlögun íslenskrar löggjafar að reglum Evrópubandalagsins á þessu sviði og er frumvarpið því eitt þeirra sem lögð eru fyrir Alþingi í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Tilgangur tilskipana EB sem hafðar eru til hliðsjónar er að samræma reglur í löggjöf hvers lands á sviði neytendalána, einkum reglur um hvaða upplýsingar neytendur skulu fá í tengslum við lán.

Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka, sagði í samtali við Morgunblaðið, að umrætt frumvarp væri löngu tímabært. "Í gegnum tíðina hefur þetta verið mikið áhugamál hjá okkur í bankaeftirlitinu. Við óskuðum eftir því fyrir allmörgum árum við viðskiptaráðuneytið að það beitti sér fyrir því að sett yrðu hér lög um virka vexti sem upplýstu lántakendur í einni hlutfallstölu um allan þann kostnað sem þeir greiða fyrir lán, þar með talda vexti. Það var síðan ekki fyrr en á síðasta ári að farið var að vinna í málinu og það er ekki seinna vænna, enda eru reglur um þetta í gildi hjá öllum þróuðum samfélögum," sagði Þórður.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.