Hátíð vegna fimmtíu ára afmælis Tónskóla Árnesinga stendur yfir alla vikuna í menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

Hátíð vegna fimmtíu ára afmælis Tónskóla Árnesinga stendur yfir alla vikuna í menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Í fyrrakvöld var keppni unglingahljómsveita og í gærkvöldi hélt Jónas Ingimundarson píanótónleika en hann var eitt sinn skólastjóri Tónskólans.

Í kvöld, klukkan 20, verða hljómsveitartónleikar þar sem fjöldi hljómsveita skólans kemur fram. Næstkomandi föstudag halda barnakórar úr Árnessýslu kóramót sem lýkur kl. 17 með sameiginlegum tónleikum allra kóranna.

Afmælishátíðinni lýkur næstkomandi laugardag, kl. 15, með miklum hátíðartónleikum þar sem fjöldi hljómsveita og einleikara kemur fram. Tónleikagestum og flytjendum verður boðið í afmæliskaffi að tónleikum lokið. Dagskráin er birt á www.tonar.is.