Ragna Björk Bernburg og Alex Freyr Gunnarsson náðu góðum árangri á opna danska dansmótinu.
Ragna Björk Bernburg og Alex Freyr Gunnarsson náðu góðum árangri á opna danska dansmótinu. — Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
OPNA Kaupmannahafnarmótið í dansi fór fram um síðustu helgi, dagana 18. til 20. febrúar.

OPNA Kaupmannahafnarmótið í dansi fór fram um síðustu helgi, dagana 18. til 20. febrúar. Fjögur pör frá Íslandi tóku þátt, þau Max Pedrov og Elísabet Sif Haraldsdóttir; Haukur Hafsteinsson og Denise Yaghi; Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir og svo loks þau Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg. Alex og Ragna hafa verið að gera það einkar gott að undanförnu í dansinum og var árangur þeirra með miklum ágætum úti í Kaupmannahöfn. Þau lentu í þriðja sæti í "latín"-riðlinum í flokki Junior 1 (12-13 ára) og í fjórða sæti í þeim tveimur "standard"-riðlum sem keppt var í ("U/13" og "Junior 1").

Framundan eru svo keppni í Írlandi, en hún hefst á miðvikudaginn, og svo um páskana fer fram hið virta dansmót í Blackpool, Englandi. Íslensk pör munu sækja báðar þessar keppnir.