Árni Bjarnason
Árni Bjarnason
Árni Bjarnason fjallar um verð á fiski: "Verðlagsstofa skiptaverðs gefi reglulega út lágmarksverð á meðan á vertíð stendur."

ENN og aftur er komin upp sú árvissa, hefðbundna staða að sjómönnum á uppsjávarskipum ofbýður það grímulausa einræði sem ræður ríkjum í verðmyndun á uppsjávarfiski. Munurinn milli olíufélaganna annars vegar og þeirra sem ákveða loðnuverð hins vegar er fólginn í því að forráðamenn olíufélaganna lögðu þó á sig þá "virðingarverðu" fyrirhöfn að hafa samráð um verðmyndun Eigendur skipa og verkmiðja sem í langflestum tilvikum eru sami aðilinn þurfa ekki að leggja á sig neina fyrirhöfn varðandi verðsamráð þar sem í þeirra tilfelli er alfarið um einhliða ákvörðun að ræða. Eigendurnir nýta sér þá stöðu að geta lækkað verð frá einum degi til annars án þess að hafa nokkrar minnstu áhyggjur af því að þurfa að gera grein fyrir, verja eða útskýra þá ákvörðun fyrir einum eða neinum. Þá sjaldan að gerður er verðsamningur milli áhafna og útgerða er textinn með þeim hætti að segja má að sjómaðurinn sé engu nær. Önnur aðferð er notuð við verðmyndun hjá ákveðnum aðilum og felst í því að búið er að ákveða verð út vertíðina. Þ.e.a.s. vertíðinni er skipt upp í nokkur tímabil og tekur breytingum eftir því sem á líður vertíðina. Texti sem ég hef undir höndum og er nánast staðlaður, er eftirfarandi: Við ákvörðun á verði á loðnu til bræðslu skal það ákveðið fyrir hverja veiðiferð fyrir sig. Við þá ákvörðun skal tekið mið af því verði sem algengast er hjá öðrum verksmiðjum á sama tíma. Það væri synd að segja að samkeppnisandinn svifi yfir vötnum í textanum hér að ofan. Ef þetta eru fullgildir verðsamningar sem lýst er hér að ofan get ég allt að einu verið Arnald Schwarzenegger. Ef horft er á þetta út frá almennum sjónarhóli um verslun og viðskipti blasir það við, að þær aðstæður sem boðið er upp á varðandi verðmyndun uppsjávarfisks eru gjörsamlega á skjön við þær almennu lýðræðisreglur sem tíðkast í atvinnu- og viðskiptalífi landsmanna. Hvar eru samkeppnisyfirvöld? Meðan núverandi fyrirkomulag verður við lýði skapast aldrei friður í greininni. Eina lausnin sem kemur til greina er að lögum verði breitt í þá veru að Verðlagsstofa skiptaverðs gefi reglulega út lágmarksverð á meðan á vertíð stendur. Öllum yrði frjálst að bjóða hærra verð en engum lægra, en þar væri kveðið á um.

Árni Bjarnason fjallar um verð á fiski