STJÓRN Meiðs ehf. hefur ákveðið að kaupa hlutabréf í VÍS fyrir 105 milljónir króna að nafnvirði. Síðasta gengi á viðskiptum með hlutabréf í VÍS var 49 krónur á hlut og því má ætla að kaupverðið hafi verið um 5,1 milljarður króna.

STJÓRN Meiðs ehf. hefur ákveðið að kaupa hlutabréf í VÍS fyrir 105 milljónir króna að nafnvirði. Síðasta gengi á viðskiptum með hlutabréf í VÍS var 49 krónur á hlut og því má ætla að kaupverðið hafi verið um 5,1 milljarður króna. Með kaupunum eignast Meiður rúmlega 16% eignarhluta í VÍS, en samkvæmt tilkynningu frá félaginu stefnir það að því að eignast yfir 20% í VÍS.

Meiður er fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra holding, KB banka og nokkurra sparisjóða. Stjórn Meiðs ákvað á síðasta ári að félagið yrði virkt í fjárfestingum í arðbærum fyrirtækjum og verkefnum. Kaupin á VÍS eru sögð í samræmi við það.