[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ættingja leitað DR. Arthur Crighton, sem býr í Edmonton, Kanada, kom í stuttan tíma til Íslands í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar á leið sinni til Bretlands. Hann var flugmaður hjá RCAF, konunglega kanadíska flughernum.

Ættingja leitað

DR. Arthur Crighton, sem býr í Edmonton, Kanada, kom í stuttan tíma til Íslands í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar á leið sinni til Bretlands. Hann var flugmaður hjá RCAF, konunglega kanadíska flughernum. Fjölskylda, sem bjó á Tjaldanesi í Mosfellssveit, vingaðist við Arthur, sem var fangi í Evrópu á stríðsárunum. Fjölskyldan hélt sambandi við móður Arthurs sem bjó í Calgary og 1944 sendi Arndís Jakobsdóttir henni mynd af bróður sínum, Hjalta Jakobssyni, sem fæddist 1929 og lést 1992. Arthur hefur áhuga á að komast í samband við einhvern úr fjölskyldunni sem þekkir Hjalta (á mynd) eða þekkti Arndísi.

Þeir sem gætu liðsinnt honum eru beðnir að hafa samband við:

John Wetherill,

Edmonton, Canada.

Netfang: jweth@telusplanet.net

Félagsmiðstöðin á Vesturgötu

VIÐ hjónin vorum á þorrablóti sl. föstudag 11. febrúar, hjá Félagsmiðstöðinni á Vesturgötu og langar til að þakka fyrir okkur. Þetta var allt svo dásamlegt, allt starfsfólkið yndislegt og glatt. Það var tekið á móti okkur með brosi og elskulegheitum. Andinn var svo góður og allir kátir. Maturinn var fínn, ekki allt súrt eða þannig, og úrval af síldinni. Skemmtiatriðin voru frábær, eins og kvöldið allt og dansað var á eftir.

Vil ég senda forstöðukonunni og starfsfólki öllu okkar bestu þakkir og gæfan fylgi þeim öllum um ókomnar stundir.

Eldri hjón.

Týndur farsími

HVÍTUR Nokia-sími með grænni bakhlið týndist í miðbæ Reykjavíkur föstudagskvöldið 18. febrúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 6635740.

Pjakk og Perlu vantar heimili

VEGNA flutnings vantar góð heimili fyrir 2 kisur. Pjakkur er 3 ára geltur fress, gulbröndóttur, blanda af norskum skógarketti og venjulegum húsketti. Hann er mjög blíður og góður kisi. Perla er 3 ára læða, sem búið er að taka úr sambandi, hún er grábröndótt og er mjög ljúf og góð. Vinsamlegast hafið samband við Maríu í síma: 5655758 eða 8497606.