ÞEKKINGARFYRIRTÆKIÐ Nýsir hf. tekur nú þátt í útboði á 7 skólum í einkaframkvæmd á Skotlandi. Um er að ræða 6 grunnskóla og einn framhaldsskóla. Verkefni Nýsis hf.

ÞEKKINGARFYRIRTÆKIÐ Nýsir hf. tekur nú þátt í útboði á 7 skólum í einkaframkvæmd á Skotlandi. Um er að ræða 6 grunnskóla og einn framhaldsskóla. Verkefni Nýsis hf. snýst um að hanna, byggja og reka þessa skóla næstu 30 árin fyrir sveitarfélagið Angus, sem er rétt norðan við Dundee á Skotlandi. Síðastliðið haust fór fram forval og þá voru þrír aðilar valdir til þess að bjóða í verkefnið.

"Þetta er fyrsta verkefni Nýsis erlendis á svið einkaframkvæmdar," segir Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf. "Um er að ræða fjárfestingu upp á 5-6 milljarða fyrir virðisaukaskatt. Við tökum þátt í útboðinu í samstarfi við danska byggingafyrirtækið Pihl & Søn, breska fasteignastjórnunarfyrirtækið Operon, íslensku arkitektastofuna Á Stofunni í samstarfi við AEDAS í Skotlandi og Landsbankann."

Að sögn Sigfúsar skilar Nýsir hf. sínu tilboði nú í apríl og í sumar kemur í ljós hverjir verða valdir til verksins.