NÝSKÖPUNARSJÓÐUR námsmanna hjálpar áhugasömum námsmönnum til þess að spreyta sig við krefjandi rannsóknarvinnu á sumrin. Í fyrra fékk sjóðurinn samtals 365 umsóknir og hefur umsóknum fjölgað verulega. 141 verkefni fékk styrk eða 174 nemendur samtals.

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR námsmanna hjálpar áhugasömum námsmönnum til þess að spreyta sig við krefjandi rannsóknarvinnu á sumrin.

Í fyrra fékk sjóðurinn samtals 365 umsóknir og hefur umsóknum fjölgað verulega. 141 verkefni fékk styrk eða 174 nemendur samtals. Forseti Íslands afhenti nýlega einu þessara verkefna Nýsköpunarverðlaun. Hafði sjóðurinn 35 milljónir til ráðstöfunar.

Umsóknarfrestur fyrir styrki á vorönn er til 10. mars næstkomandi.