ANNA Úrsúla Guðmundsson, einn besti leikmaður Gróttu/KR, var í gær úrskurðuð í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Það þýðir að hún missir af bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn þar sem bannið tekur gildi á hádegi á morgun.

ANNA Úrsúla Guðmundsson, einn besti leikmaður Gróttu/KR, var í gær úrskurðuð í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Það þýðir að hún missir af bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn þar sem bannið tekur gildi á hádegi á morgun. Anna fékk útilokun í leik á móti Val í síðustu viku en það er í annað skiptið á leiktíðinni, sem hún hefur fengið að sjá rauða spjaldið í leik og er kominn með sex refsistig. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Gróttu/KR, þar sem Anna Úrsúla leikur eitt af lykilhlutverkum liðsins.

Haraldur í þriggja leikja bann

Þá voru tveir leikmenn úr 1. deildinni, Haraldur Þorvarðarson, Selfossi, og Vilhelm Sigurðsson, Stjörnunni, úrskurðaðir í bann en þeir fengu báðir krossinn svonefnda þegar lið þeirra áttust við á Selfossi á föstudagskvöldið. Haraldur var úrskurðaður í þriggja leikja bann þar sem hann hefur safnað 13 refsistigum, en Vilhelm fer í eins leiks bann.