— Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Reykjanesbær | Sýningarrýmið Suðsuðvestur í Reykjanesbæ hefur stimplað sig inn sem nýr valkostur í íslenskri myndlist, en Magnús Pálsson reið þar á vaðið með listasýningunni Brim.

Reykjanesbær | Sýningarrýmið Suðsuðvestur í Reykjanesbæ hefur stimplað sig inn sem nýr valkostur í íslenskri myndlist, en Magnús Pálsson reið þar á vaðið með listasýningunni Brim.

Í vikunni sem nú líður heimsækja annars árs myndlistarnemar í LHÍ Suðsuðvestur og setja upp sýningu sem verður opnuð um næstu helgi og stendur í þrjár vikur. Nemarnir kynntu sér rýmið í gær og undirbjuggu sýninguna.