JÓHANNES Karl Guðjónsson skoraði annað mark Leicester þegar liðið tapaði 3:2 fyrir Stoke í ensku 1. deildinni í gærkvöldi.

JÓHANNES Karl Guðjónsson skoraði annað mark Leicester þegar liðið tapaði 3:2 fyrir Stoke í ensku 1. deildinni í gærkvöldi. Jóhannes Karl var eini Íslendingurinn í þessari viðureign því þeir Tryggvi Guðmundsson og Þórður Guðjónsson voru ekki í leikmannahópi Stoke. Jóhannes Karl minnkaði muninn fyrir Leicester eftir að staðan hafði verið 3:1.

Bjarni Guðjónsson sat á varamannabekk Plymouth þegar liðið lagði Sheffield United 3:0.

Watford vann Ipswich 2:1 án þeirra Brynjars Björns Gunnarssonar og Heiðars Helgusonar sem báðir eru frá keppni vegna meiðsla.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Crew á útivelli.