Gamansemi Izzards á greinilega upp á pallborðið hér.
Gamansemi Izzards á greinilega upp á pallborðið hér.
MIÐAR á uppistand með Eddie Izzard, sem verður 9. mars á Broadway, seldust upp á átta mínútum í gærmorgun. Ákveðið hefur verið að halda aukasýningu með grínistanum, daginn eftir, og að sögn Ísleifs Þórhallssonar eru örfáir miðar eftir á hana.

MIÐAR á uppistand með Eddie Izzard, sem verður 9. mars á Broadway, seldust upp á átta mínútum í gærmorgun. Ákveðið hefur verið að halda aukasýningu með grínistanum, daginn eftir, og að sögn Ísleifs Þórhallssonar eru örfáir miðar eftir á hana.

800 miðar voru í boði á fyrri sýninguna, en hún er hluti af ferð Izzards um Norðurlöndin. Miðasala hófst samtímis á hinum Norðurlöndunum, kl. 10 í gærmorgun, og 10 mínútum síðar var uppselt í öllum löndunum.