Vogahverfi | Afhending nýrrar heilsugæslustöðvar í Voga- og Heimahverfi gæti tafist nokkuð vegna þess að efni í stálgrind hússins var um borð í Jökulfellinu þegar það sökk við Færeyjar að kvöldi dags 7. febrúar sl.

Vogahverfi | Afhending nýrrar heilsugæslustöðvar í Voga- og Heimahverfi gæti tafist nokkuð vegna þess að efni í stálgrind hússins var um borð í Jökulfellinu þegar það sökk við Færeyjar að kvöldi dags 7. febrúar sl. Nýja heilsugæslustöðin verður í Glæsibæ í húsnæði sem byggt verður ofan á aðra álmu verslunarmiðstöðvarinnar.

Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að miðað hafi verið við að Íslenskir aðalverktakar afhentu stöðina fullbúna í byrjun ágúst, en ljóst sé að einhver seinkun verði vegna skipsskaðans, þótt viðræðum verksala og verkkaupa vegna málsins sé ekki lokið.