Einar Sveinsson
Einar Sveinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
"EKKI er nóg að rekstur fyrirtækja gangi vel hér á landi," sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, á aðalfundi bankans í gær og vísaði til mikils vaxtar íslensks fjármálamarkaðar. "Umgjörðin þarf að vera í lagi," sagði hann.

"EKKI er nóg að rekstur fyrirtækja gangi vel hér á landi," sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, á aðalfundi bankans í gær og vísaði til mikils vaxtar íslensks fjármálamarkaðar. "Umgjörðin þarf að vera í lagi," sagði hann.

"Þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu á þessu mikla vaxtarskeiði hafa ekki dunið yfir markaðinn viðlíka áföll og við þekkjum frá erlendum mörkuðum. En við verðum að gæta okkar á því að kröfur til skráðra fyrirtækja eru sífellt að aukast í þeim löndum sem við berum okkur saman við," sagði Bjarni og lýsti yfir mikilvægi þess að taka þátt í þeirri þróun. Til þess þurfi skýrar reglur að gilda á markaðnum og aðhald að vera afdráttarlaust.

"Annars er hætta á því að tortryggni skapist hjá erlendum fjárfestum gagnvart markaðnum hér á landi. Slík tortryggni getur háð starfsemi íslenskra fyrirtækja sem eru að hasla sér völl erlendis og dregið úr vaxtartækifærum þeirra. Því þegar allt kemur til alls gilda alls staðar sömu grundvallarlögmál um rekstrarbækur fyrirtækja; munurinn felst fyrst og fremst í markaðsumhverfinu," sagði Bjarni.

Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, gagnrýndi á fundinum stjórnvöld fyrir að hafa ekki brugðist nægilega við afleiðingum stóriðjuframkvæmda sem sýni sig í mikilli verðbólgu og miklum viðskiptahalla. "Þenslan virðist því enn og aftur vera að grafa um sig í innlendu efnahagslífi," sagði Einar. Afleiðingin er mun erfiðari barátta innlendra fyrirtækja fyrir markaðshlutdeild sinni og arðsemi á alþjóðlegum markaði. Staða sem kann að koma niður á hagvexti þegar til lengdar er litið."