Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræðir við Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræðir við Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær. — AP
EINING ríkti á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær og var samþykkt að efla bandalagið sem helsta samskiptavettvang á sviði öryggismála fyrir Evrópuríkin og Bandaríkin.

EINING ríkti á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær og var samþykkt að efla bandalagið sem helsta samskiptavettvang á sviði öryggismála fyrir Evrópuríkin og Bandaríkin. Verður lögð áhersla á að auka vægi bandalagsins í samráði um pólitísk efni auk hernaðarlegra.

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að NATO væri "hornsteinn" samskiptanna yfir Atlantshafið en tók jafnframt undir þá skoðun Gerhards Schröders Þýskalandskanslara að bandalagið yrði að laga sig að breyttum heimi. "NATO verður að tryggja að geta þess sé í samræmi við ógnanir 21. aldarinnar," sagði Bush.

Bandaríkjaforseti hefur í Evrópuferð sinni reynt að bæta samskiptin við þau ríki sem voru andvíg Íraksstríðinu og virðist hafa náð árangri í þeim efnum. Var ákveðið í gær að Bandaríkin og Evrópusambandið myndu halda sameiginlega ráðstefnu til að efla alþjóðlegan stuðning við Írak. Bush fagnaði þeirri ákvörðun NATO að öll aðildarríkin 26 myndu leggja fram ákveðinn skerf við að þjálfa her og öryggissveitir Íraks.

Bandaríski forsetinn lýsti í gær fullum stuðningi við tilraunir forysturíkja Evrópusambandsins til að semja við Írana um að þeir byndu enda á kjarnorkutilraunir sínar. Sagði Bush það "fáránlegt" að telja að Bandaríkin væru að búa sig undir að ráðast á Íran. Hins vegar væru engin ráð útilokuð fyrirfram.

Brussel. AP, AFP.

Brussel. AP, AFP.