Byrjað verður að dreifa skattframtalseyðublöðum í hús í byrjun næstu viku. Skilafrestur framtalsins í ár vegna tekna ársins 2004 er til 29. mars, ef framtalinu er skilað á pappír.
Byrjað verður að dreifa skattframtalseyðublöðum í hús í byrjun næstu viku.
Skilafrestur framtalsins í ár vegna tekna ársins 2004 er til 29. mars, ef framtalinu er skilað á pappír. Ekki er hægt að sækja um frest til að skila framtali nema því sé skilað á Netinu og eru þá gefnir nokkrir dagar til viðbótar, mismunandi margir til þess að dreifa álaginu, samkvæmt upplýsingum skattyfirvalda. Síðustu forvöð til að skila framtalinu eru þannig fyrstu dagana í apríl.