STJÓRN Skeljungs hefur ákveðið að vísa niðurstöðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð olíufélaganna til dómstóla líkt og Olís hefur gert. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi félagsins sl. föstudag að sögn Gests Jónssonar, lögmanns Skeljungs.

STJÓRN Skeljungs hefur ákveðið að vísa niðurstöðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð olíufélaganna til dómstóla líkt og Olís hefur gert. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi félagsins sl. föstudag að sögn Gests Jónssonar, lögmanns Skeljungs. Hann segir félagið hafa sex mánuði til þess að höfða málið, en hann treystir sér ekki til þess að segja hversu langan tíma þurfi til undirbúnings á því.

Ker hf., áður Olíufélagið hf., hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um framhald mála. Að sögn lögmanns Kers eru menn að skoða málið.