Stjórn VG í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega hugmyndum iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, Rarik og Orkubús Vestfjarða. Stjórnin segir þessar hugmyndir vanhugsaðar.

Stjórn VG í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega hugmyndum iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, Rarik og Orkubús Vestfjarða. Stjórnin segir þessar hugmyndir vanhugsaðar.

"Markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar gengur þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. Nú þegar hafa ráðstafanir stjórnvalda leitt til umtalsverðra hækkana á raforkuverði. Stjórn Vg í Skagafirði hvetur alþingismenn til að standa vörð um almannahagsmuni og hafnar þeirri aðför að landsbyggðinni sem í hugmyndum ráðherra Framsóknarflokksins felast. Áform ráðherra eru einnig alvarleg svik á þeim loforðum sem gefin voru af hálfu stjórnvalda þegar Orkubú Vestfjarða og Rafveita Sauðárkróks voru höfð af heimamönnum þvert gegn vilja meginþorra þeirra."