Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist telja gott samstarf um það í ríkisstjórn að ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrar og að af sameiningunni verði.
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist telja gott samstarf um það í ríkisstjórn að ríkið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrar og að af sameiningunni verði. Hann segir þó að yfirlýsing iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra um breytt eignarhald Landsvirkjunar í framtíðinni hafi komið sér og fleirum í opna skjöldu. "Ég hef ekki trú á því að það eigi einfaldlega að selja Landsvirkjun."