* EINAR Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Wallau Massenheim í gærkvöldi þegar liðið tapaði með eins marks mun, 33:34, á heimavelli fyrir Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans hjá Magdeburg .

* EINAR Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Wallau Massenheim í gærkvöldi þegar liðið tapaði með eins marks mun, 33:34, á heimavelli fyrir Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans hjá Magdeburg . Arnór Atlason var ekki á meðal markaskorara Magdeburg í leiknum.

*JAKOB Einar Jakobsson hafnaði í 68. sæti af 69 keppendum í undankeppni í sprettgöngu á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi í gær. Jakob , sem er eini íslenski keppandinn á mótinu, gekk 1,2 kílómetra á 3 mínútum og 15 sekúndum.

*ELLERT B. Schram verður eftirlitsmaður á leik Evrópumeistara Porto og Inter í Meistaradeildinni en liðin eigast við á Dragao-vellinum í Porto í kvöld. Þá verður Geir Þorsteinsson , framkvæmdastjóri KSÍ , eftirlitsmaður á leik Feyenoord og Sporting Lissabon í UEFA-keppninni sem fram fer Rotterdam í Hollandi á morgun.

* DREGIÐ verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik í Sviss hinn 25. júní. Úrslitakeppnin fer fram þar í landi 26. janúar til 5. febrúar 2006 og verður spilað í Bern , Basel , St. Gallen , Sursee og Zürich .

*CHELSEA hefur dregið til baka áfrýjun vegna rauða spjaldsins sem Carlo Cudicini markvörður fékk að líta í leik Chelsea gegn Newcastle á sunnudaginn. Ítalinn tekur því út bann í úrslitaleik deildabikarkeppninnar gegn Liverpool sem fram fer á þúsaldarvellinum í Cardiff á sunnudaginn. Jose Mourinho , knattspyrnustjóri Chelsea , var búinn að gafa það út að Cudicini myndi standa á milli stanganna.

* STOKE fékk í gær að láni framherjann Michael Ricketts frá Leeds í einn mánuð. Ricketts , sem er 26 ára gamall, sló í gegn með Bolton fyrir nokkrum árum og vann sér sæti í enska landsliðinu. Frá Bolton lá leiðin til Middlesbrough árið 2003 en í sumar gekk hann í raðir Leeds .

* SEAD Hasanefendic , landsliðsþjálfari Túnis í handknattleik, hefur framlengt samning sinn um þjálfun landsins í eitt ár eða fram á mitt sumar 2006. Hasanefendic , sem eitt sinn þjálfaði Gummersbach í Þýskalandi , stýrði Túnis til fjórða sætis á heimsmeistaramótinu í Túnis fyrir skömmu og er fyrir vikið vel metin í landinu.

* ANJA Andersen , þjálfari Evrópumeistara Slagelse í handknattleik kvenna, hefur verið send í tveggja vikna frí frá þjálfun liðsins í framhaldi af því að hún fékk aðsvif og var flutt á sjúkrahús á meðan Evrópuleikur hjá Slagelse stóð yfir síðasta sunnudag. Hermt er að hjartagangráður sem Andersen hefur hafi bjargað lífi hennar.