Ragnar
Ragnar
VIGGÓ Sigurðsson landsliðsþjálfari í handknattleik verður á meðal áhorfenda á leik Íslendingaliðanna Skjern og Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Viggó hélt utan í gær og kemur aftur til landsins á morgun.

VIGGÓ Sigurðsson landsliðsþjálfari í handknattleik verður á meðal áhorfenda á leik Íslendingaliðanna Skjern og Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Viggó hélt utan í gær og kemur aftur til landsins á morgun. Með Skjern leika Ragnar Óskarsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson og í liði Århus GF eru Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson.

,,Ég ætla svona aðeins að taka púlsinn á okkar strákum. Ég hef ekki séð Jón Þorbjörn spila og mig langar að sjá hvernig staðan á honum er og eins í hvernig standi Ragnar og Sturla eru," sagði Viggó við Morgunblaðið.