Kylfingar Hulda Vilhjálmsdóttir slær af teig á vellinum á Þverá. Óskar Guðmundsson og Hilmar Gíslason fylgjast með, Akureyri og Eyjafjörður í baksýn.
Kylfingar Hulda Vilhjálmsdóttir slær af teig á vellinum á Þverá. Óskar Guðmundsson og Hilmar Gíslason fylgjast með, Akureyri og Eyjafjörður í baksýn. — Morgunblaðið/Kristján
"ÞAÐ er alveg dásamlegt að vera orðinn gamall maður og geta leikið sér við að spila golf, ég tala nú ekki um í svona blíðu," sagði Hilmar Gíslason fyrrverandi bæjarverkstjóri á Akureyri, sem var að leika golf ásamt þeim Huldu Vilhjálmsdóttur...
"ÞAÐ er alveg dásamlegt að vera orðinn gamall maður og geta leikið sér við að spila golf, ég tala nú ekki um í svona blíðu," sagði Hilmar Gíslason fyrrverandi bæjarverkstjóri á Akureyri, sem var að leika golf ásamt þeim Huldu Vilhjálmsdóttur og Óskari Guðmundsson á golfvellinum á Þverá í Eyjafjarðarsveit í gær. "Það er verst að skrokkurinn er ekki alveg nógu góður," sagði Hilmar. "Ég hef ekki farið alveg nógu vel með skrokkinn og er slæmur í öxlinni, bakinu og báðum hnjám en læknirinn minn ætlar að sprauta mig þegar hann kemur frá útlöndum." Hilmar var þó ekki sá eini í hópnum sem ekki gekk heill til skógar, því Hulda hefur fengið bæði hnén ný og á við bakmeiðsli að stríða og Óskar á reyndar líka í bakmeiðslum. Þau voru þó ekkert að kvarta og nutu lífsins í veðurblíðunni á golfvellinum, ákveðin í að leika 18 holur. Þótt veðrið léki við kylfingana voru vallaraðstæður á Þverá ekki með besta móti, völlurinn víða mjög harður og sums staðar komin bleyta. Kylfingar þurfa því að ganga um völlinn með mikilli varúð.