* JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að John Terry , fyrirliði Chelsea, verðskuldi að verða fyrir valinu sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. ,,Terry er einstakur.

* JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að John Terry , fyrirliði Chelsea, verðskuldi að verða fyrir valinu sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. ,,Terry er einstakur. Það eru margir góðir leikmenn hjá Chelsea og í öðrum liðum í úrvalsdeildinni. Undir minni stjórn hafa leikmenn á borð við Frank Lampard, William Gallas, Petr Cech og Claude Makelele staðið sig frábærlega en Terry stendur uppúr að mínu mati. Hann hefur verið hreint frábær og á skilið að verða valinn sá besti ," segir Mourinho.

*HINN 34 ára gamli Bandaríkjamaður Andre Agassi komst í aðra umferð á tennismóti í Dubai eftir sigur á Tékkanum Radek Stepanek . Agassi tókst að sigra Stepanek með góðum lokakafla í fyrsta lotu 6-4. Í seinni lotunni missti Agassi uppgjafarréttinn en tókst engu að síður að sigra 7-5. Agassi er að spila á tennismótinu í Dubai í fyrsta sinn og segist hafa átt góða daga. " Ég hef beðið lengi eftir að koma hingað og biðst afsökunar á því að koma hingað svona seint ," segir Agassi .

* STEVEN Gerrard , fyrirliði Liverpool, segir það ekki líklegt að Liverpool vinni meistaradeild Evrópu. " Við ætlum að reyna að vera inni eins lengi og við getum en ég held að þetta sé ekki okkar ár ," segir Gerrard, en að mati hans yrði það mjög gott fyrir hann sjálfan og félagið fjárhagslega ef liðið kemst í 8 liða úrslit meistaradeildar Evrópu.

* BRASILÍSKI sóknarmaðurinn Mario Jardel er farinn frá annarrar deildarliðinu Alaves á Spáni án þess að spila leik. Jardel gekk til liðs við Alaves í síðasta mánuði en er ennþá samningsbundinn argentínska liðinu Newell's Old Boys . Alaves neitaði að borga honum laun á meðan hann væri einungis að æfa með liðinu, en ekki að spila. Jardel er sagður hafa snúið aftur til Brasilíu.

* NATALIA Ravva , eiginkona landsliðsmarkvarðarins í handknattleik, Rolands Eradze, og leikmaður Þróttar í Reykjavík í blaki, fékk gult spjald fyrir að mótmæla dómaranum í leik liðsins við KA um síðustu helgi.

* BIRNA Baldursdóttir, leikmaður Skautafélags Akureyrar, hefur verið valin í fyrsta íslenska kvennalandsliðið í íshokkí. Birna er einnig leikmaður með deildarmeisturum KA í blaki og hefur leikið með blaklandsliðinu um árabil.

* BIRNA fer með landsliðinu í íshokkí til Nýja-Sjálands í lok mars og í sumar mun hún fara með blaklandsliðinu á Smáþjóðaleikana í Andorra.