ÞJÓÐIRNAR sem mætast í einvígi um farseðlana í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Sviss á næsta ári, eru: Ísland - Hvíta-Rússland, Rúmenía - Serbía/Svartfjallaland, Svíþjóð - Pólland, Noregur - Bosnía, Ísrael - Frakkland, Tékkland - Portúgal,...

ÞJÓÐIRNAR sem mætast í einvígi um farseðlana í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Sviss á næsta ári, eru: Ísland - Hvíta-Rússland, Rúmenía - Serbía/Svartfjallaland, Svíþjóð - Pólland, Noregur - Bosnía, Ísrael - Frakkland, Tékkland - Portúgal, Grikkland - Úkraína, Litháen - Spánn, Makedónía - Ungverjaland og Austurríki - Slóvakía

*Íslendingar eiga fyrri leikinn á heimavelli 11. eða 12. júní og síðari leikurinn verður ytra viku síðar. Í fyrsta skipti var dregið um hvor þjóðin byrjar á heimavelli.

*Sex þjóðir eru með öruggt sæti í úrslitakeppninni í Sviss. Það eru heimamenn og fimm efstu þjóðirnar frá síðasta Evrópumóti í Slóveníu, Evrópumeistarar Þjóðverja, Slóvenar, Danir, Króatar og Rússar.